Fræðslustyrkur

Símamótið 2017

Upplýsingar um fræðslustyrk KSÍ

Styrkur KSÍ til fræðslumála - úthlutunarreglur

KSÍ veitir 10 ferðastyrki á ári til fræðslumála sem nemur ráðstöfun flugmiða á þá áfangastaði sem Icelandair flýgur beint til, þ.e. FI flug Icelandair.

Styrkjum verður úthlutað a.m.k. ársfjórðungslega. Umsækjendur skulu skila inn umsókn um styrk í síðasta lagi 3 vikum fyrir brottför.

Fræðslunefnd KSÍ úthlutar styrkjunum í samráði við framkvæmdastjóra en styrkurinn getur nýst t.d. þjálfurum, dómurum, stjórnendum eða öðrum þeim einstaklingum innan knattspyrnuhreyfingarinnar sem afla sér menntunar erlendis.

Styrkur KSÍ er háður eftirfarandi skilyrðum:

  1. Umsækjandi skal vera í starfi innan aðildarfélags KSÍ.
  2. Styrkþega ber að skila skýrslu um námskeiðið/ráðstefnuna til birtingar á fræðsluvef KSÍ. Skýrslan skal berast innan 3 vikna frá heimkomu með tölvupósti til fræðslustjóra KSÍ (arnarbill@ksi.is).
  3. Styrkþegi samþykkir að halda stutt erindi á ráðstefnu á vegum KSÍ (um skýrsluna) óski KSÍ eftir því.
  4. Ef umsækjandi hefur þegar keypt flugmiða þegar sótt er um styrk ógildir það umsóknina. KSÍ getur ekki endurgreitt styrkumsækjanda flugmiða sem hann hefur þegar pantað og borgað fyrir.

Umsækjendur um styrkinn þurfa að fylla út meðfylgjandi umsóknareyðublað og skila til fræðslustjóra KSÍ.

Nánari upplýsingar veitir fræðslusvið KSÍ í síma 510-2900.

Umsókn um styrk KSÍ til fræðslumála

Skýrslur frá þjálfurum

Róbert Magnússon - Íþróttaheilbrigðisráðstefna í Mílanó

Sverrir Óskarsson, Arnar Bill Gunnarsson og Guðmundur Brynjólfsson - Námsferð í knattspyrnu til Philadelphiu í janúar 2014

Gunnar Borgþórsson og Freyr Alexandersson - Þjálfararáðstefna NSCAA

Davíð Snorri Jónasson - Ferð til Reading

Úlfar Hinriksson - "Periodisation"

Margrét Magnúsdóttir og Birkir Örn Gylfason - Heimsókn til Svíþjóðar

Aðalbjörn Hannesson og Einar Guðnason - Heimsókn til AZ, Ajax og Leverkusen

Þórður Þórðarson - Heimsókn til Norrköping

Daði Rafnsson - Heimsókn til Florida State University og IMG Academy

Darri McMahon - Heimsókn til Írlands - Íþróttir hreyfihamlaðra og greindarskerta

Kjartan Orri Sigurðsson - Heimsókn til Vancouver Whitecaps

Þórður Þórðarson - AZ Alkmaar

Ásmundur Haraldsson - Þjálfararáðstefna NSCAA

Páll Árnason - Heimsókn til AZ Alkmaar - Kynning - AZ Alkmaar

Kjartan Orri Sigurðsson - Heimsókn til Djuurgarden og Brommpoijkarna

Eysteinn Hauksson - Heimsókn til West Ham - See it, play it, move it

Sigurður Þórir Þorsteinsson og Ómar Jóhannsson - Ráðstefna evrópska knattspyrnuþjálfarafélagsins

Ásgrímur Helgi Einarsson og Birgir Jónasson - Heimsókn til Watford

Þórður Þórðarson, Jón Þór Hauksson og Lúðvík Gunnarsson - Heimsókn til Heerenveen

Baldvin Guðmundsson - Markmannsnámskeið í Danmörku

Ragnar Haukur Hauksson - Heimsókn til Bolton

Þórarinn Engilbertsson - Námskeið hjá hollenska knattspyrnusambandinu

Halldór Þ. Halldórsson - Heimsókn til Liverpool FC og Everton FC

Ingólfur Orri Gústafsson - International goalkeeper coaches conference

Sigurður Þórir Þorsteinsson, Kristján Gylfi Guðmundsson og Hákon Sverrisson - AEFCA ráðstefna í Varsjá 2019