Viltu gerast sjálfboðaliði?

Viltu gerast sjálfboðaliði í knattspyrnuhreyfingunni, starfa fyrir þitt félag eða félag barnanna þinna?  Viltu taka þátt í gefandi og skemmtilegum verkefnum sem tengjast knattspyrnuleikjum og mótum eða öðrum verkefnum sem tengjast knattspyrnuíþróttinni með einhverjum hætti?  Viltu kynnast nýju fólki og nýjum viðfangsefnum?  Ertu hætt(ur) að vinna og vantar áhugaverð og fjölbreytt verkefni til að verja tíma þínum í?  Vantar þig áhugamál? 

Sjálfboðaliðastarf er hornsteinn og grundvöllur alls íþróttastarfs á Íslandi.  Knattspyrnuhreyfingin treystir á óeigingjarnt vinnuframlag einstaklinga sem eru tilbúnir til að leggja sitt af mörkum til að byggja upp íþróttastarf fyrir unga sem aldna og halda því gangandi með dugnaði, eljusemi og ástríðu.

Hafir þú áhuga á að gerast sjálfboðaliði þá hvetur KSÍ þig til að hafa samband við það félag sem þú hefur áhuga á að starfa fyrir og bjóða fram krafta þína.  Smelltu hér að neðan til að sjá upplýsingar um öll aðildarfélög KSÍ – nöfn á starfsfólki og stjórnarfólki, símanúmer og tölvupóstföng.  

Ekki hika við að hafa samband.  Þér verður tekið fagnandi!

Aðildarfélög KSÍ