Göngufótbolti

Göngufótbolti er fyrir einstaklinga sem sækjast eftir hollri hreyfingu í góðra vina hópi og hafa gaman af að spila fótbolta á rólegum nótum. Göngufótbolti getur hentað sérstaklega vel fyrir:

  • Eldra fólk sem finnst gaman að leika sér. 
  • Fatlaða.
  • Keppnisfólk í endurheimt eftir meiðsli.
  • Vinahópa.
  • Afreksfólk með skaddaða liði. 
  • Krakka sem vilja hreyfingu en ekki keppni.

 

Reglurnar í göngu fótbolta eru einfaldar. 

  • Bannað að hlaupa, þ.e. annar hvor fóturinn þarf alltaf að vera á jörðinni.
  • Það er engin rangstaða.
  • Hvorki varnarmenn sé sóknarmenn mega fara inn í vítateig, aðeins markmaðurinn.
  • Ekki tækla eða tudda.
  • Upphafsspyrnur, aukaspyrnur, innspörk og hornspyrnur eru óbeinar, þ.e. sá sem tekur spyrnuna þarf að senda boltann áður en mark er skorað.
  • Æskilegt er að boltanum sé haldið á jörðinni. Gott er að miða við mjaðmarhæð.
  • Almenn skynsemi.
  • Leyfilegt er að fagna öllum mörkum, einnig mörkum andstæðinganna.

  

Kjörstærð vallar er u.þ.b. 65% af vítateig eða um 16,5m x 30m. Æskilegt er að hafa þrjú til fjögur saman í liði. Notast er við lítil mörk (u.þ.b. 1,5m x 1,5m) og kjörið er að hafa batta í kringum völlinn sé þess kostur. Mikilvægt er að hita vel upp áður en átökin hefjast því göngufótbolti tekur meira á en margan grunar. 

Mælt er með að nokkrir í hópnum séu meðvitaðir um öryggi leikmanna. Kynnið ykkur hvar hjartastuðtæki félagsins er staðsett.

Hver er hagur þess að stunda göngufótbolta?

  • Líkamlegur hagur: Minni líkur á hjarta- og æðasjúkdómum og heilablóðfalli og góð áhrif á blóðþrýsting. Jákvæðar breytingar á líkamsstöðu og hvíldarpúls, lækkað kólesteról og bætt blóðsykursgildi og beinþéttni. Minni líkur á sykursýki II.
  • Andlegur hagur: Andlegur ávinningur er mikill. Persónulegir sigrar með minnkaðri streitu og minni áreynslu við líkamlegt erfiði.
  • Félagslegur hagur: Eldra fólk á það til að einangrast félagslega og göngufótbolti er góð leið til að fá þessa einstaklinga til að fara út og hitta annað fólk, hreyfa sig og tengjast öðrum einstaklingum félagslega. Þessum einstaklingum finnst þeir vera meiri partur af samfélaginu og bætir þetta líf þeirra heilt yfir.
  • Þátttakendur geta einnig gert gagn og skipt sköpum á öðrum sviðum innan félagsins. Iðkendurnir eru með margra ára lífs- og starfsreynslu að baki sem er líklega hægt að nýta innan félagsins.

 

Félög sem bjóða upp á göngufótbolta:

 

 Vefur enska knattspyrnusambandsins í göngufótbolta: Grassroots Walking Football | The Walking Football Association (thewfa.co.uk)

Allar ábendingar um upplýsingar á þessari síðu skal senda á soley@ksi.is