Það eru engir leikir framundan í þessu móti.
U19 ára landslið kvenna mætir Svíþjóð í tveimur vináttuleikjum í nóvember og fara báðir fram hér á landi.
U15 ára landslið karla tapaði 1-2 gegn Bandaríkjunum í fyrsta leik liðsins á UEFA móti sem haldið er í Póllandi.
U17 ára landslið karla mætir Króatíu á þriðjudag í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM 2020.
U15 ára landslið karla mætir Bandaríkjunum á mánudag í fyrsta leik sínum á UEFA móti í Póllandi.
FIFA dómaralistinn fyrir árið 2020 hefur verið staðfestur af stjórn KSÍ.
Byrjendanámskeið fyrir dómara verður haldið hjá HK í Kórnum fimmtudaginn 24. október kl. 19:00.
Jörundur Áki Sveinsson, landsliðsþjálfari U16 kvenna, hefur valið hóp sem tekur þátt í æfingum dagana 30. októtber - 1. nóvember.
Breiðablik og PSG mættust á Kópavogsvelli í fyrri leik liðanna í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.
Afreksæfingar KSÍ verða á Suðvesturlandi fimmtudaginn 31. október, en æfingarnar fara fram á Samsungvellinum í Garðabæ.
Ísland vann 1-0 sigur gegn Írlandi í undankeppni EM 2021, en það var Sveinn Aron Guðjohnsen sem skoraði mark Íslands.
Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur tilkynnt byrjunarliðið fyrir leikinn gegn Írlandi.
Áhugasömum samtökum eða öðrum aðilum býðst að sækja um formlegt samstarf við KSÍ um samfélagsleg verkefni.
.