• fim. 02. ágú. 2018
  • Fundargerðir

Fundargerð Rekstrarstjórnar Laugardalsvallar - 2. ágúst 2018

Fundur Rekstrarstjórnar Laugardalsvallar 2. ágúst 2018 kl. 12:00 á skrifstofu KSÍ

Mættir: Guðni Bergsson formaður KSÍ, Ingvar Sverrisson (ÍBR), Ómar Einarsson (ÍTR) og Klara Bjartmarz framkvæmdastjóri KSÍ sem jafnframt ritaði fundargerð. 

Forföll: Borghildur Sigurðardóttir (KSÍ)

Fundargerð ritaði: Klara Bjartmarz

Eftirfarandi var rætt:

  1. Rætt var um dagskrá Laugardalsvallar í sumar, en ekkert hefur bæst við frá síðasta fundi. 

  2. Rætt var um tónleika sem fram fóru á Laugardalsvelli 24. júlí síðastliðinn.  Framkvæmd tónleikanna gekk ágætlega en ýmislegt má bæta í undirbúningi og framkvæmd.  Fjárhagslegt uppgjör verður tilbúið á næsta fundi rekstrarstjórnarinnar.  Meta þarf skemmdir sem urðu á hlaupabrautum og fara í viðgerðir sem fyrst.  Við fyrstu sýn eru ekki sjáanlegar skemmdir á keppnisflötinni en ekki er víst að skemmdir komi í ljós fyrr en næsta vor.   

  3. Rætt var framkvæmdir á Laugardalsvelli, en ekkert hefur bæst þar við síðan á síðasta fundi.   

  4. Rætt var um framtíð Laugardalsvallar, en vonir standa til þess Reykjavíkurborg skipi fulltrúa í undirbúningsfélag fljótlega. 

  5. Næstu fundir eru:
    • 3. fundur;  Fimmtudagur 6. september 2018 kl. 12:00
    • 4. fundur;  Febrúar 2019 (með endurskoðendum)

  6. Ekkert var á dagskrá undir liðnum önnur mál og var fundi slitið kl. 13:00.