• mán. 10. feb. 2025
  • Ársþing

Kosningar í stjórn á 79. ársþingi KSÍ

Framboð til stjórnar KSÍ skal skv. 17. grein laga KSÍ berast skrifstofu KSÍ skriflega minnst hálfum mánuði fyrir þing eða í síðasta lagi 8. febrúar sl. Kjörnefnd er þó heimilt að samþykkja framboð sem fram kemur síðar ef nægjanlegur fjöldi hefur ekki tilkynnt framboð sitt innan tilkynningarfrests, sbr. grein 17.4 í lögum KSÍ.

Stjórn KSÍ er kosin á knattspyrnuþingi og hafa allir kjörnir fulltrúar atkvæðisrétt.

Framkvæmd kosninga í stjórn KSÍ

Samkvæmt grein 17.1 í lögum KSÍ skal kosning til stjórnar fara þannig fram:

  1. Kosning formanns, annað hvert ár, til tveggja ára í senn. Formaður skal ekki sitja lengur en sex kjörtímabil samfleytt.
  2. Kosning fjögurra manna í stjórn til tveggja ára. Stjórnarmaður skal ekki sitja lengur en tíu kjörtímabil samfleytt.
  3. Kosning 3ja manna til vara í stjórn til tveggja ára.

Framkomin framboð

Hér að aftan er gert grein fyrir þeim framboðum sem tilkynnt voru til skrifstofu KSÍ. Kjörnefnd hefur yfirfarið gögn frambjóðenda. Framboðin eru birt í stafrófsröð.

Kosning í stjórn

Tveggja ára kjörtímabili eftirtalinna í stjórn KSÍ lýkur á 79. ársþingi KSÍ 22. febrúar nk.:

  • Halldór Breiðfjörð Jóhannsson
  • Helga Helgadóttir
  • Tinna Hrund Hlynsdóttir
  • Unnar Stefán Sigurðsson

Eftirtalin hafa boðið sig fram til stjórnar: