• fös. 12. mar. 2021
  • Landslið
  • A karla

Hópur A karla fyrir leiki í mars tilkynntur 17. mars

Mynd - fotbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Miðvikudaginn 17. mars mun Arnar Þór Viðarsson, landsliðsþjálfari A karla, tilkynna hóp liðsins fyrir leikina þrjá í mars.

Þetta eru fyrstu leikir Íslands undir stjórn Arnars Þórs og eru þeir allir þrír liður í undankeppni HM 2022, en lokakeppnin fer fram í Katar. 

Ísland mætir fyrst Þýskalandi, síðan Armeníu og endar svo á leik gegn Liechtenstein, en allir leikirnir fara fram ytra. Þess má geta að leikurinn gegn Þýskalandi verður leikur númer 500 hjá A karla.

Leikir Íslands í mars

Þýskaland - Ísland fimmtudaginn 25. mars á Schauinsland-Reisen Arena í Duisburg og hefst leikurinn kl. 19:45.

Armenía - Ísland sunnudaginn 28. mars á Vazgen Sargsyan Republican Stadium í Yerevan og hefst leikurinn kl. 16:00.

Liechtenstein - Ísland miðvikudaginn 31. mars á Rheinpark og hefst leikurinn kl. 18:45.