Sparkvellir

Sparkvallaátak KSÍ

Sparkvellir byggðir víðs vegar um landið

Árið 2004 var sparkvallaátaki KSÍ ýtt úr vör. Um er að ræða eitthvert umfangsmesta útbreiðsluverkefni sem KSÍ hefur ráðist í frá upphafi. Kveikjan að því var ákvörðun UEFA um að veita aðildarsamböndum sínum styrk til að byggja sparkvelli. KSÍ sótti um styrk til fjárlaganefndar Alþingis og leitaði eftir stuðningi Eimskipa, Olís, VÍS og KB-banka.

KSÍ setti strax stefnuna á að nýta þetta fjármagn til að byggja sem flesta sparkvelli.  Hugmynd KSÍ var frá upphafi sú að fá til liðs við sig sveitarfélög í landinu, þannig að KSÍ legði til fyrsta flokks gervigras á velli sem byggðir væri eftir leiðbeiningum frá KSÍ víðs vegar um landið, a.m.k. 40 vellir, helst við grunnskóla.

Raunin varð hins vegar sú að þegar verkefnið hafði staðið í tvö ár höfðu 64 vellir risið.  KSÍ ákvað því að leita til fjárlaganefndar Alþingis um áframhaldandi styrk við átakið þar sem óskir lágu fyrir frá sveitarfélögum um byggingu fleiri valla. Fjárlaganefnd brást enn á ný vel við ósk KSÍ alls voru byggðir 111 vellir í þessu sparkvallaátaki. Á árinu 2008 voru 11 vellir byggðir, sem ekki tókst að ljúka 2007 vegna veðurfars.

Sparkvallabæklingur

Listi yfir sparkvelli