• mán. 26. mar. 2018
  • Fréttir

KSÍ og Coca Cola skrifa undir nýjan samstarfssamning

Coca-Cola

KSÍ og Coca Cola hafa skrifað undir nýjan samstarfssamning og mun CCEP áfram vera einn af bakhjörlum knattspyrnusambandsins. 

Það voru þau Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ og Carlos Cruz, forstjóri CCEP á Íslandi sem undirrituðu nýja samninginn á dögunum og við það tilefni hafði Klara þetta að segja; 

 "Það skiptir knattspyrnuhreyfinguna í landinu gríðarlegu máli að hafa öfluga bakhjarla.  Það hefur verið markviss stefna hjá Knattspyrnusambandinu að rækta samstarf þess við sína bakhjarla með það að markmiði að búa til langtímasambönd. Coca-Cola hefur verið bakhjarl KSÍ í áratugi og erum við gríðarlega þakklát fyrir þann stuðning í gegnum tíðina.”

Magnús Viðar Heimisson, vörumerkjastjóri Coca-Cola á Íslandi tekur í sama streng; 

 “Þetta samkomulag er okkur mjög mikilvægt því það hefur verið einn af hornssteinum markaðsstarfs Coca-Cola á hverju ári að tengjast knattspyrnu og íslenska landsliðinu. Við höfum verið virkur þátttakandi í uppbyggingu knattspyrnuíþróttarinnar hér á landi til margra ára og erum gríðarlega stolt af þeim árangri sem hefur náðst. Núna stendur yfir mesta blómaskeið knattspyrnusögu okkar og það er mikið gleðiefni að geta haldið áfram að vera stoltur styrktaraðili íslenskrar knattspyrnu." 


Mynd - "Hari"