• mið. 21. des. 2011
  • Leyfiskerfi

Nýliðarnir fyrstir að skila í 1. deild

Knattspyrna á Íslandi
missing_badges

Þrjú félög hafa skilað inn leyfisgögnum í 1. deild karla, vegna umsóknar um þátttökuleyfi í deildinni sumarið 2012.  Tvö þeirra, Tindastóll og Höttur, hafa aldrei áður undirgengist leyfiskerfið.  Þriðja félagið er svo Fjölnir.  Rétt er að halda því til haga að Skagfirðingar voru fyrstir.

Gögnin sem félögin skila nú snúa að öllum þáttum öðrum en fjárhagslegum,m.a.. mannvirkjaþáttum, starfsfólki og stjórnun, menntun þjálfara, uppeldisáætlun ungra leikmanna.

Þar með hafa þrjú félög skilað í Pepsi-deild og þrjú í 1. deild.  Lokaskiladagur þessara gagna er 15. janúar.