• fim. 11. ágú. 2011
  • Leyfiskerfi

Árleg úttekt á leyfiskerfinu 15. ágúst

Gæðastimpill SGS
SGSapproval_UEFA_ENG_horiz_RGB

Í byrjun næstu viku, mánudaginn 15. ágúst, kemur í heimsókn til KSÍ fulltrúi SGS, sem er alþjóðlegt matsfyrirtæki sem UEFA hefur ráðið til að gera gæðaúttekt á leyfiskerfi í öllum aðildarlöndum sambandsins (UEFA Licensing Audit). 

Fulltrúi SGS mun skoða vel alla uppbyggingu leyfiskerfis KSÍ, verkferla, vinnulag og fleira sem snýr að stjórnun leyfiskerfisins.  Þessi úttekt SGS er árviss viðburður. 

Árin 2008 og 2009 var engin athugasemd gerð við uppbyggingu leyfiskerfis KSÍ, en í úttektinni í fyrra var gerð ein minniháttar athugasemd.