• fim. 07. apr. 2011
  • Leyfiskerfi

Engin vanskil 1. apríl

Knattspyrnusamband Íslands
ksi-merki

Í leyfisreglugerðinni sem samþykkt var síðastliðið haust voru ýmsar breytingar frá fyrri leyfishandbók.  Meðal breytinga var sú krafa að félögin sem undirgangast kerfið þurfa nú að staðfesta engin vanskil vegna félagaskipta leikmanna (keyptir og seldir) eða vegna launagreiðslna við þjálfara, leikmenn og aðra lykilstarfsmenn á tímabilinu janúar-febrúar-mars 2011. 

Þetta á við um skuldbindingar frá árinu 2010.  Þetta þýðir t.d. að ef félag A keypti leikmann frá félagi B í nóvember, með einni eða fleiri greiðslum á kaupverði á fyrstu þremur mánuðum þessa árs, þá þurfti félag A að sýna fram að að það væri ekki í vanskilum við félag B vegna þessara greiðslna. 

Þessi krafa er ný í leyfiskerfinu og félögin eru þannig farin að staðfesta á tveimur dagsetningum, þ.e. 31. desember og 1. apríl að þau séu ekki í vanskilum.  Jafnframt þurfa þau félög sem leika í Evrópukeppni að sýna fram á engin vanskil þann 1. júlí og 1. október.

Leyfisstjórn staðfestir móttöku gagna frá öllum 24 leyfisumsækjendum og gerir engar athugasemdir við þau.