• þri. 27. mar. 2007
  • Leyfiskerfi

Reynsluár hjá 1. deild

Úr leik KA og Þróttar
ka-throttur-2006

Félög í 1. deild karla undirgangast nú leyfiskerfið í fyrsta sinn, en ákvörðun var tekin um að útvíkka kerfið á sínum tíma, til að brúa að einhverju leyti bilið milli 1. deildar og Landsbankadeildar. 

Fyrir keppnistímabilið 2007 snýst leyfisferlið einungis um að gefa félögum í 1. deild tækifæri til að kynnast kerfinu og fá af því reynslu.  og þegar ákvarðanir um leyfisveitingu eru birtar mun koma fram hvaða viðurlögum hefðu verið beitt ef til þeirra hefði komið.

Ef tiltekið félag hefði t.d. verið sektað (ef um fulla keyrslu hefði verið að ræða) mun það koma fram þegar ákvörðun leyfisráðs er birt og ef sú staða kemur upp að tiltekið félag hefði undir eðlilegum kringumstæðum ekki fengið þátttökuleyfi mun það einnig koma fram.

Félag sem er synjað um þátttökuleyfi hefur vikufrest frá ákvörðun leyfisráðs til að áfrýja ákvörðunni til leyfisdóms og þar til leyfisdómur tekur málið fyrir getur félagið bætt úr þeim atriðum sem leyfisráðið gerði athugasemdir við.

Það skal tekið alveg skýrt fram að viðurlögum verður ekki beitt í 1. deild fyrir keppnistímabilið 2007, þannig að þau 12 félög sem hafa unnið sér knattspyrnulegan rétt til að leika þar á komandi keppnistímabili munu gera það, burtséð frá því hver útkoman verður úr leyfisumsókn þeirra.

Leyfisráð mun funda á fimmtudag og taka fyrir umsóknir félaganna.  Séu einhver mál útistandandi kemur ráðið aftur saman á föstudag og verða þá ákvarðanir ráðsins birtar félögunum, og jafnframt birtar hér á vef KSÍ.