Fréttavirkni á ksi.is
Flestar fréttir sem skrifaðar eru á ksi.is eru tengdar einum af aðalflokkum vefsins, þ.e. MÓT - LANDSLIÐ - FRÆÐSLA - LEYFISKERFI - MANNVIRKI (valmyndir efst). Jafnframt fara fréttir sem tengjast LÖGUM OG REGLUGERÐUM eða KNATTSPYRNULÖGUNUM undir þá flokka (hægri valmynd).
Frétt sem tengist landsliðum fer þannig undir LANDSLIÐ, frétt sem tengist mannvirkjum eða knattspyrnuvöllum fer undir MANNVIRKI, og svo framvegis. Sumar fréttir geta tengst fleiri en einum flokki, t.d. getur sama fréttin tengst FRÆÐSLU og MÓTUM, t.d. frétt um dómaranámskeið.
Ef notandi vefsins vill skoða fréttir sem tengjast landsliðum, þá velur hann LANDSLIÐ, ef skoða á fréttir sem tengjast leyfiskerfi, þá er valið LEYFISKERFI, o.s.frv.
Yfirlit yfir nýjustu fréttir úr öllum flokkum eru í "bláa kassanum" neðarlega á forsíðunni (NÝJUSTU FRÉTTIR).
Til að skoða yfirlit allra frétta er smellt á FRÉTTIR í hægri valmynd. Þar er síðan hægt að velja fréttir eftir ári og mánuði ef þess er óskað.
Efsta frétt á forsíðu og næstu fjórar fréttir eru handvaldar inn á síðuna, og því ekki sjálfgefið að um fimm nýjustu fréttirnar séu að ræða.
Til að fara aftur á forsíðu má smella á KSÍ-merkið efst vinstra megin.