77. ársþingi KSÍ lokið
77. ársþingi KSÍ er lokið, en það fór að þessu sinni fram á Ísafirði.
Á ársþingsvefnum er að finna allar nauðsynlegar upplýsingar um ársþing KSÍ. Ársskýrsla stjórnar er birt sem sérstök vefsíða á vef KSÍ.
Vefútsending frá ársþingi (einnig hægt að fara á Youtube-síðu KSÍ)
Nokkrar tillögur lágu fyrir þinginu og er hægt að lesa um afgreiðslu þeirra hér að neðan.
Tillaga til lagabreytinga - Stjórnskipulag ofl (Stjórn KSÍ) - Samþykkt
- Breytingatillaga við þingskjal 7 - Haraldur Haraldsson, Víking R., lagði til breytingar á skjali 7 varðandi það að stjórnarfólk í stjórn KSÍ geti ekki setið lengur en í tíu kjörtímabil samfleytt - Samþykkt
- Breytingatillaga við þingskjal 7 - Trausti Hjaltason, landshlutafulltrúi Suðurlands, lagði til breytingar á skjali 7 á þá vegu að stjórn KSÍ skuli amk ársfjórðungslega boða fulltrúa landsfjórðunga á stjórnarfund. - Samþykkt
- Breytingatillaga við þingskjal 7 - Hekla Pálmadóttir, Breiðablik, lagði til breytingar á skjali 7 varðandi rétt hagsmunasamtaka knattspyrnukvenna til að eiga fulltrúa á ársþingi KSÍ - Samþykkt
- Breytingatillaga við þingskjal 7 - Samúel Samúelsson, Vestra, lagði til breytingar á skjali 7 varðandi breytingar á grein 17.1 í lögum KSÍ. - Samþykkt
- Kosið var um þann hluta tillögunnar sem fjallar um að kjörtímabil formanns verði lengt úr 2 árum í 4 ár. - Felld
Tillaga til lagabreytinga - Varaformaður ÍTF (ÍTF) - Samþykkt
Tillaga til lagabreytinga - 2. deild kvenna (ÍR, ÍA, Völsungur og Fram) - Samþykkt
-Athugasemdir frá mótanefnd KSÍ
Tillaga til lagabreytinga - Réttindamál (ÍTF) - Felld
Tillaga til ályktunar - Þátttökugjöld í mótum og gjalddagar (ÍTF) - Samþykkt
- Breytingatillaga við þingskjal 11 - Þórir Hákonarson, KF, lagði til þær breytingar að í grein 13.3 standi Stjórn KSÍ ákvarði um þátttökugjöld í mótum KSÍ. - Samþykkt
-Athugasemdir frá fjárhags- og endurskoðunarnefnd KSÍ
Tillaga til ályktunar - Dómaramál í 2. aldursflokki og í 5. deild karla (ÍTF) - Fellur niður
- Breytingatillaga við þingskjal 12 - Þórir Hákonarson, KF, lagði til að á árinu 2023 skuli KSÍ aðeins tilnefna og vera ábyrgt fyrir dómara og aðstoðardómurum í úrslitakeppni 5. deildar karla og í 2. flokki karla og kvenna A deild frá og með 2. lotu sem hefst í maí. KSÍ mun aðeins tilnefna dómara í riðlakeppni 5. deildar að óbreyttu. Fyrirkomulag vegna niðurröðunar dómara í bikarkeppni 2. flokks karla og kvenna verði óbreytt mv. núverandi fyrirkomulag í reglugerð KSÍ um knattspyrnumót. - Samþykkt
-Athugasemdir frá dómaranefnd KSÍ
Tillaga til ályktunar - Ljósleiðaratenging á leikvöllum í efstu deildum (ÍTF) - Samþykkt
-Athugasemdir frá mannvirkjanefnd KSÍ
Tillaga til ályktunar - Flóðlýsing á leikvöllum (ÍTF) - Samþykkt
-Athugasemdir frá mannvirkjanefnd KSÍ
Tillaga til ályktunar - Starfshópur um framkvæmd leyfiskerfis hjá ÍTF (ÍTF) - Samþykkt með breytingu
- Breytingatillaga við þingskjal 15 - Þórir Hákonarson, KF, lagði til að starfshópur skili greinargerð til stjórnar KSÍ og ÍTF fyrir 1. desember 2023.
- Breytingatillaga við þingskjal 15 - Þórir Hákonarson, KF, lagði til breytingar á orðalagi tillögunnar - að KSÍ setji fram starfshóp til að kanna bestu leið framkvæmdar leyfiskerfis KSÍ - Samþykkt
Tillaga til ályktunar - Leyfismál ganga ekki lengra en hjá UEFA (ÍTF) - Felld
Tillaga til ályktunar - Viðbragðsáætlun Íþrótta- og æskulýðsstarfs (Stjórn KSÍ) - Samþykkt
Tillaga til ályktunar - Knattspyrnumannvirki og ferðakostnaður (Stjórn KSÍ) - Samþykkt
Kosningar
Hægt er að lesa um kosningar á ársþinginu hér á vef KSÍ.
Kosning formanns
Vanda Sigurgeirsdóttir var kjörinn formaður KSÍ til tveggja ára á 76. ársþingi KSÍ árið 2022.
Kosning í stjórn
Eftirtalin hafa boðið sig fram til stjórnar og eru þau sjálfkjörin til næstu tveggja ára:
Halldór Breiðfjörð Jóhannsson, Akranesi
Helga Helgadóttir, Hafnarfirði
Tinna Hrund Hlynsdóttir, Ísafirði
Unnar Stefán Sigurðsson, Keflavík
Varamenn í stjórn
Eftirtalin hafa boðið sig fram sem varamenn í stjórn og eru þau sjálfkjörin til eins árs:
Hildur Jóna Þorsteinsdóttir, Hafnarfirði
Jón Sigurður Pétursson, Reykjavík
Sigrún Ríkharðsdóttir, Akranesi
Landshlutafulltrúar
Tveggja ára kjörtímabili aðalfulltrúa landsfjórðunganna lýkur í febrúar 2024:
Oddný Eva Böðvarsdóttir, Vesturland
Ómar Bragi Stefánsson, Norðurland
Eva Dís Pálmadóttir, Austurland
Trausti Hjaltason, Suðurland
Jóhann Króknes Torfason var á þinginu sæmdur heiðurskrossi ÍSÍ af Hafsteini Pálssyni, 2. varaforseta ÍSÍ.