• fim. 03. apr. 2025
  • Landslið
  • A karla

Ísland í 74. sæti á FIFA-lista karlalandsliða

A landslið karla er í 74. sæti á nýútgefnum styrkleika lista FIFA og fellur um fjögur sæti frá síðustu útgáfu.  Næstu mótherjar íslenska liðsins eru Skotar og Norður-Írar, í vináttuleikjum ytra í júní.  Skotland er í 44. sæti listans og Norður-Írland í 71. sæti.

Argentína er sem fyrr á toppi listans og Spánn kemst upp í 2. sætið, en annars eru sömu þjóðir á topp 10.  Hástökkvari mánaðarins er Myanmar, sem fer upp um sjö sæti.

Skoða allan listann