Sótt um í hamfarasjóð UEFA
Í vikunni heimsótti Þorvaldur Örlygsson formaður KSÍ Grindavík ásamt Thierry Favre frá UEFA þar sem þeir skoðuðu keppnis- og æfingasvæði Grindvíkinga og ummerki eftir jarðhræringarnar sem þar hafa átt sér stað. Meðal annars skoðuðu þeir knattspyrnuhúsið Hópið, sem hefur orðið fyrir miklum skemmdum.
Tilgangur heimsóknarinnar var að gefa fulltrúa UEFA kost á að kynna sér aðstæður þar sem KSÍ mun, fyrir hönd knattspyrnudeildar Grindavíkur, sækja um styrk í sérstakan hamfarasjóð UEFA.