Frakkar fjórða lið riðilsins í undankeppni HM 2026
Eftir mars-leikjaglugga A landsliða karla liggur fyrir að Frakkland verður fjórða liðið í riðli Íslands í undakeppni HM 2026 sem hefst í september á þessu ári. Frakkar lögðu Króata í 8-liða úrslitum Þjóðadeildar karla á dögunum, en liðin mættust heima og heiman og lauk þeirri viðureign með sigri Frakka í vítaspyrnukeppni.
Hin liðin í riðli Íslands eru Úkraína og Aserbaídsjan. Íslenska liðið hefur leik á heimavelli gegn Aserum 5. september og mætir síðan Frökkum ytra fjórum dögum síðar.