Fleiri miðar komnir í sölu fyrir EM kvenna
UEFA hefur bætt við miðum í sölu fyrir EM kvenna í sumar.
Uppselt er á leik Íslands og Sviss en bætt hefur verið við miðum á leiki Íslands og Finnlands 2. júlí og Íslands og Noregs 18. júlí
Almenn miðasala er opin fyrir alla og gildir þar fyrstur kemur, fyrstur fær. Ekki er hægt að tryggja að sæti seld í almennri miðasölu verði staðsett á stuðningsmannasvæði Íslands enda er uppselt á þau svæði.
Öll miðasala fer fram í gegnum miðasöluvef UEFA - smelltu hér til að komast inn á miðavefinn.