Tap í Murcia
A karla tapaði 1-3 gegn Kosóvó þegar liðin mættust í seinni leik sínum í umspili Þjóðadeildarinnar.
Ísland hóf leikinn frábærlega og skoraði Orri Steinn Óskarsson fyrsta mark leiksins á 2. mínútu. Kosóvó skoraði hins vegar tvö mörk á síðustu tíu mínútum fyrri hálfleiks og leiddu því 1-2 í hálfleik.
Kosóvó bætti við þriðja mark sínum þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum og 1-3 tap Íslands staðreynd.
Ísland leikur því í C deild Þjóðadeildarinnar í næstu útgáfu hennar.