• fös. 21. mar. 2025
  • Landslið
  • A karla

Mæta Kósovó á sunnudag

Það var létt yfir leikmönnum A landsliðs karla á æfingu dagsins á Spáni, þrátt fyrir súrt tap og næturflug eftir leikinn við Kósovó í Pristina.  Jóhann Berg Guðmundsson, sem var kallaður inn í hópinn milli leikja, var mættur á æfinguna og verður klár í slaginn.  Jóhann hefur leikið 99 A-landsleiki og skorað 8 mörk. 

Íslenska liðið mætir því kósovóska í Murcia á sunndag, í seinni umspilsleiknum um sæti í B-deild Þjóðadeildar UEFA.  Leikurinn, sem hefst kl. 17:00 að íslenskum tíma, verður í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 sport.

A landslið karla