• mið. 19. mar. 2025
  • Landslið
  • A karla

Miðasala í Murcia er í fullum gangi

Miðasala á leik A landsliðs karla og Kosóvó í umspili þjóðardeildar UEFA sem fram fer í Murcia á spáni er í fullum gangi.

Leikurinn fer fram sunnudaginn 23. mars klukkan 17:00 (18:00 á staðartíma) á Stadium Enrique Roca. Miðasala fer fram í gegnum spænska miðasölukerfið Compralaentrada og kostar miðinn 30 evrur, athugið að 1,09 evra þjónustugjald bætist við miðaverð. 

Hægt er að tryggja sér miða hér.