• lau. 22. feb. 2025
  • Ársþing

79. ársþingi KSÍ er lokið

79. ársþingi KSÍ er lokið. Þingið fór fram að þessu sinni á Hilton Nordica laugardaginn 22. febrúar.

Á ársþingsvefnum er að finna allar nauðsynlegar upplýsingar um ársþing KSÍ. Ársskýrsla stjórnar er birt sem sérstök vefsíða á vef KSÍ.

Ársþingsvefur KSÍ

Ársskýrsla KSÍ

Dagskrá 79. ársþings KSÍ

Vefútsending frá ársþingi 

Þingskjöl

Fréttin var uppfærð á meðan þinginu stóð.

 

Nokkrar tillögur lágu fyrir þinginu og er hægt að lesa þær hér að neðan, ásamt athugasemdum og breytingatillögum.

 

Þingskjal 7. Tillaga til lagabreytinga - Viðurlagaheimild leyfisráðs og leyfisdóms (Stjórn KSÍ) - Samþykkt

Þingskjal 8. Tillaga til ályktunar – Varamenn og starfsfólk á bekk í efstu deildum (Valur o.fl.) - Samþykkt með áorðnum breytingum, sbr. breytingartillögu við þingskjal 8

Þingskjal 8b. Breytingartillaga við skjal 8. - Samþykkt

- Umsögn knattspyrnu- og þróunarnefndar

- Umsögn mótanefndar

- Umsögn mannvirkjanefndar

Þingskjal 9. Tillaga til ályktunar – Áminningar og leikbann (Víkingur R.) - Samþykkt með áorðnum breytingum, sbr. breytingartillögur við þingskjali 9

Þingskjal 9b. Breytingartillaga við skjal 9. - Samþykkt

Breytingartillagan tekur mið af því að 5. deild karla muni einnig falla undir tillögu til ályktunar í þingskjali 9.

Þingskjal 9c. Breytingartillaga við skjal 9. - Samþykkt

Breytingartillagan er þannig að þeir leikmenn sem hafa fengið 3 áminningar eða færri eftir 22 umferðir í Bestu deild karla og lengjudeild karla að ein áminning verði dregin af þeim. Þetta sama eigi við eftir 18 umferðir í Bestu deild kvenna.

- Umsögn knattspyrnu- og þróunarnefndar

- Umsögn mótanefndar

- Umsögn fjárhags- og endurskoðunarnefndar

Þingskjal 10. Tillaga til ályktunar – Erlendir leikmenn (Vestri) - Samþykkt

- Umsögn knattspyrnu- og þróunarnefndar

Þingskjal 11. Tillaga til ályktunar – Nýjar siðareglur KSÍ (Stjórn KSÍ) - Samþykkt

Þingskjal 12. Tillaga til ályktunar – Dómstig KSÍ (Stjórn KSÍ) - Samþykkt

Þingskjal 13. Tillaga til ályktunar – Nýtt íþróttafélag Víðis og Reynis (Víðir og Reynir) - Samþykkt

 - Umsögn mótanefndar

Þingskjal 14. Tillaga til ályktunar – Starfshópur. Hlé á miðju keppnistímabili (Stjórn LSÍ) - Samþykkt

- Umsögn knattspyrnu- og þróunarnefndar

Auk ofangreindra tillagna lagði stjórn KSÍ fram ályktun um áskorun á stjórnvöld er varðar ferðasjóð íþróttafélaga. Tillagan var Samþykkt

Fundargestir fengu kynningu um stöðu og framtíðaráform framkvæmda á Laugardalsvelli frá Hannesi Frímanni Sigurðssyni. Kynninguna má nálgast hér.