Miðasölu til stuðningsmanna Íslands fyrir EM 2025 lýkur á mánudag
Miðasala til stuðningsmanna Íslands fyrir EM A landsliðs kvenna 2025 í Sviss lýkur mánudaginn 10. febrúar.
Enn þá eru örfáir miðar lausir á stuðningsmannasvæði Íslands á alla leiki liðsins í riðlakeppninni en hátt í 5000 miðar hafa nú þegar verið seldir til íslenskra stuðningsmanna.
Miðasalan er opin þeim sem skráð eru "Fan of Iceland". Öll miðasala fer fram í gegnum miðasöluvef UEFA - smelltu hér til að komast inn á miðavefinn.
Almenn miðasala á alla leiki keppninnar (opin öllum, fyrstur kemur - fyrstur fær) hefst síðan mánudaginn 17. febrúar á miðasöluvef UEFA og fara þá allir þeir miðar sem eru óseldir og/eða hefur ekki verið ráðstafað í almenna sölu.