• þri. 04. feb. 2025
  • Landslið
  • A karla

Mæta Norður-Írum í Belfast

KSÍ getur nú staðfest seinni vináttuleik A landsliðs karla í komandi júníglugga. Íslenska liðið mætir Norður-Írlandi á Windsor Park í Belfast 10. júní. Áður hafði leikur við Skota í Glasgow 6. júní verið staðfestur.

A landslið karla

Ísland og Norður-Írland hafa mæst sex sinnum áður í A landsliðum karla, en þetta verður í fyrsta sinn sem liðin mætast í vináttulandsleik. Fyrsta viðureignin var árið 1977 og var það raunar fyrsti sigur íslenska liðsins í undankeppni HM frá upphafi.

Fyrri viðureignir