• mán. 20. jan. 2025
  • Landslið
  • A karla

Júníleikur við Skotland í Glasgow

KSÍ getur nú staðfest að A landslið karla leikur vináttuleik við Skotland á Hampden Park í Glasgow 6. júní næstkomandi. Unnið er að staðfestingu annars vináttuleiks í sama glugga og verður hann tilkynntur eins fljótt og hægt er.

A landslið karla

Ísland og Skotland hafa mæst sex sinnum áður í A landsliðum karla og hafa Skotar unnið alla leikina. Seinustu viðureignir voru í undankeppni HM 2010 og vann skoska liðið þá 2-1 sigur í báðum leikjum.

Fyrri viðureignir