Miðasala á EM 2025 - Annar hluti: Fjölnota aðgangskóðar
Annar hluti miðasölu til íslenskra stuðningsmanna á EM í Sviss næsta sumar er nú hafinn. Í þessum hluta eru miðar seldir með fjölnota aðgangskóða (e. Multi-use Access Code). Töluvert er ennþá eftir af miðum á leik Sviss og Íslands sem fram fer í Bern 6. júlí en lítið er eftir af miðum á leikina í Thun - gegn Finnlandi 2. júlí og Noregi 10. júlí.
Þessi hluti miðasölunnar er aðgengilegur öllum sem eru áskrifendur að fréttabréfi KSÍ. Líkt og áður fer miðasalan fram í gegnum miðavef UEFA - smelltu hér til að komast inn á miðavefinn.
Mest er hægt að kaupa 4 miða á hvern leik í einu en ef fólk vill kaupa fleiri miða þá getur það einfaldlega farið inn aftur og endurtekið kaupin, með sama kóðanum. Miðakaup með fjölnota aðgangskóða verða opin til kl. 12:00 miðvikudaginn 8. janúar - eða á meðan miðar endast.