Metupphæð í verðlaunafé á EM 2025
UEFA hefur tilkynnt að met verði sett í upphæð verðlaunafés á EM 2025.
Upphæðir sem þjóðir fá fyrir þátttöku á mótinu verða hærri en áður ásamt því að félög leikmanna sem taka þátt í mótinu fá meira en áður. Ábyrgst er einnig að leikmenn fái hluta verðlaunafésins.
Heildarupphæðin sem fer í verðlaunafé er 41 milljónir evra, en það er 125% hækkun frá EM 2022.
Hægt er að lesa frekar um málið á vef UEFA.