Miðasala á EM 2025 hafin
Miðasala fyrir íslenska stuðningsmenn á EM 2025 er hafin á miðasöluvef UEFA.
Í fyrsta hluta miðasölunnar er notast við einnota kóða sem nú þegar er farið að senda út til þeirra sem skráðu sig fyrir slíkum í gegnum vef KSÍ í þeirri röð sem skráningar bárust. Þessi hluti miðasölunnar verður opin til kl. 12:00 þriðjudaginn 24. desember, eða á meðan miðar endast. KSÍ fær 1.000 miða á leikina gegn Finnlandi og Noregi, en 2.000 miða á leikinn gegn Sviss.
Eftirspurn eftir miðum meðal íslenskra stuðningsmanna er nokkuð meiri en sá miðafjöldi sem er í boði á leikina gegn Finnlandi og Noregi. KSÍ er nú þegar að kanna hvort hægt sé að fjölga miðum á þá leiki en óvíst er hvort það takist.