• mán. 16. des. 2024
  • Landslið
  • A kvenna
  • EM 2025

Ísland í A riðli á EM 2025

Dregið hefur verið í lokakeppni EM 2025 hjá A kvenna.

Ísland er þar í riðli með Sviss, Noregi og Finnlandi. Þess má geta að A kvenna er bæði með Sviss og Noregi í riðli í Þjóðadeildinni sem leikin verður fyrri hluta 2025.

Leikjaplan riðilsins verður staðfest í kvöld, en miðasala á leiki Íslands hefst á morgun. Frekari upplýsingar um miðasöluna má finna á vef KSÍ.

Upplýsingar um miðasöluna

Þorsteinn H. Halldórsson, þjálfari liðsins, hafði þetta að segja um dráttinn:

"Þetta verður bara spennandi. Þetta eru allt sterk lið og við eigum von á hörkuleikjum. Auðvitað hafði maður hugmyndir um hvaða liðum maður vildi mæta, við erum búin að spila við flest liðin í keppninni á síðustu árum og vissum nokkurn veginn að hverju við göngum. Það vildu kannski flestir fá Sviss úr efsta flokki, en það er svo sem ekki það mikill munur á öðrum liðum innan styrkleikaflokkanna. Við erum auðvitað með Sviss og Noregi í Þjóðadeildinni líka. Mér líst bara vel á þennan drátt og ég hlakka til að byrja undirbúninginn."