A kvenna - dregið í lokakeppni EM 2025 á mánudag
Dregið verður í riðla fyrir lokakeppni EM 2025 hjá A kvenna á mánudag.
Drátturinn fer fram í Lausanne í Sviss og hefst hann kl. 17:00 að íslenskum tíma. Bein útsending verður frá drættinum á RÚV 2.
Miðasala á leiki Íslands á mótinu hefst á þriðjudag, en frekari upplýsingar um hana má finna á vef KSÍ.
Ísland er í öðrum styrkleikflokki fyrir dráttinn, en nú þegar er ljóst að Sviss verður í riðli A.
Fyrsti styrkleikaflokkur
Sviss
Spánn
Frakkland
Þýskaland
Annar styrkleikaflokkur
Ítalía
Ísland
Danmörk
England
Þriðji styrkleikaflokkur
Holland
Svíþjóð
Noregur
Belgía
Fjórði styrkleikaflokkur
Finland
Pólland
Portúgal
Wales