• mán. 09. des. 2024
  • Fræðsla
  • Þjálfaramenntun

KSÍ C 1 þjálfaranámskeið á Akureyri í janúar – skráningu lýkur 19. desember

KSÍ mun halda KSÍ C 1 þjálfaranámskeið á Akureyri helgina 4.-5. janúar.

Þátttakendur fá aðgang að kennsluforritinu Canvas eftir að skráningu lýkur. Fram að námskeiði þurfa þátttakendur að nýta tímann til undirbúnings, horfa á fyrirlestra, svara spurningum úr einstaka fyrirlestrum og undirbúa umræðuefni.

Ath. – skráningu lýkur 19. desember.

Námskeiðið er opið öllum sem áhuga hafa en aldurstakmark er á námskeiðið. Þátttakendur þurfa að vera fæddir árið 2009 eða fyrr.

Dagskrá námskeiðsins er að finna hér að neðan. Dagskráin er birt með fyrirvara um breytingar.

Dagskrá

Námskeiðsgjald er 35.000 kr.

Markmið KSÍ C þjálfaranámskeiðsins er að gefa þjálfurum tæki og tól til að:

-Búa börnum og unglingum öruggt umhverfi til að stunda knattspyrnu
-Skipuleggja æfingar
-Efla færni sína í þjálfun/kennslufræði
-Bjóða iðkendum upp á æfingar við hæfi

Skráning:

4.-5. janúar (skráningu lýkur 19. desember)

Ath. af gefnu tilefni fylgja hér fyrir neðan reglur fræðslunefndar KSÍ um mætingu á þjálfaranámskeið:

-Fjarvist vegna KSÍ: (t.d. leikir í móti og landsliðsæfingar) að hámarki 4 kennslustundir. 5 kennslustundir þýðir nýtt námskeið.
-Fjarvist af öðrum ástæðum: að hámarki 2 kennslustundir. 3-4 kennslustundir þýðir verkefni. 5 kennslustundir þýðir nýtt námskeið.

Vinsamlegast athugið að mót á vegum KSÍ eru Lengjubikar, Bikarkeppni KSÍ og Íslandsmót. Önnur mót eru ekki á vegum KSÍ.