• fim. 05. des. 2024
  • Landslið
  • A karla

Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá lægsti í Evrópu

Í nýjasta vikulega pistli CIES Football Observatory, rannsóknarhópi á vegum International Center for Sport Studies, kemur fram að íslenska A-landslið karla í fótbolta er með sjötta yngsta meðalaldur allra karlalandsliða í Evrópu.

Samkvæmt greininni er meðalaldur leikmanna í íslenska landsliðinu 26,10 ár, og rúmlega helmingur þeirra er 25 ára eða yngri.

Þegar litið er á meðalaldur annarra Evrópuþjóða kemur fram að San Marínó er með lægsta meðalaldurinn, eða aðeins 24,31 ár. Á hinn bóginn er Svartfjallaland með elsta landsliðið, þar sem meðalaldurinn er 28,94 ár.

Pistill CIES