Góð skráning í fyrsta hluta miðasölu á EM
Mjög góð skráning hefur verið í fyrsta hluta miðasölunnar fyrir EM kvenna sem verður í Sviss á næsta ári. Alls hafa borist skráningar fyrir 900 til 1.000 miðum á hvern leik Íslands í riðlakeppninni. Skráningaformið er aðgengilegt hér á heimasíðu KSÍ og er fólk sem hyggur á ferð til Sviss hvatt til að skrá sig fyrir miðum. Byrjað verður að senda út kóða, sem fólk þarf til að fá aðgang að fyrsta hluta miðasölunnar, þriðjudaginn 17. desember en miðasalan hefst kl. 12:00 þann dag.
Nánari upplýsingar um fyrirkomulag miðasölunnar til íslenskra stuðningsmanna er aðgengileg hér.