• fös. 29. nóv. 2024
  • A kvenna
  • Landslið
  • EM 2025

Hundurinn Maddli er Lukkudýr EM kvenna 2025

Hundurinn Maddli hefur verið kynnt til leiks sem lukkudýr EM kvenna 2025.

Í tilkynningu UEFA er Maddli lýst sem orkumiklum sankti bernards-hundi með stórt hjarta og enn stærri drauma. Sankti bernands-hundar eiga sér langa sögu sem björgunarhundar í Sviss þekktir fyrir mikið hugrekki, blíðleika og ótrúlega hæfileika til að aðstoða í erfiðum björgunaraðstæðum í Ölpunum. Þessir eiginleikar gera Maddli að hinum fullkomna ferðafélaga til að ná  „toppi tilfinninganna“.

Maddli dregur nafn sitt af Madeleine Boll sem var ein af frumherjum í svissneskri kvennaknattspyrnu

Frekari upplýsingar um Maddli má finna hér.

Á heimasíðu KSÍ er að finna hagnýtar upplýsingar í aðdraganda mótsins með ýmsum fréttum og upplýsingum um miðasölu svo fátt eitt sé nefnt. Á síðunni Allt um EM 2025 er að finna fullt af fróðleik og verður hún uppfærð með nýjustu upplýsingum þegar þær berast hverju sinni. Dregið verður í riðla þann 16. desember og mun þá liggja fyrir hvaða liðum Ísland mætir í riðlakeppni EM kvenna 2025.