• fös. 22. nóv. 2024
  • Landslið
  • A karla

Ísland mætir Kósovó

Ísland mætir Kósovó í umspili Þjóðadeildarinnar.

Fyrri leikurinn fer fram 20. mars og sá síðari 23. mars, en ljóst er að Ísland leikur heimaleik sinn erlendis. Það lið sem sigrar viðureignina leikur í B deild Þjóðadeildarinnar næst á meðan það lið sem tapar leikur í C deild.

Åge Hareide, þjálfari liðsins, hafði þetta að segja um dráttinn:

,,Það er svo stutt á milli í alþjóðlegum fótbolta og ég held að það sé ekki mikill munur á milli flestra liða í B og C deild. Að því sögðu, þá er mikilvægt fyrir okkur að halda sæti okkar í B deild og til að gera það þurfum við að sýna tvær góðar frammistöður gegn erfiðum andstæðingi. Ég hefði að sjálfsögðu vilja spila heimaleikinn okkar í Reykjavík, en það er því miður ekki mögulegt. Við erum með góðan hóp af leikmönnum og ég vona að allir verði tilbúnir til að spila í mars."