• þri. 19. nóv. 2024
  • Landslið
  • A karla

A karla - tap í Cardiff

Ísland tapaði 1-4 gegn Wales í síðasta leik sínum í riðlakeppni Þjóðadeildarinnar.

Andri Lucas Guðjohnsen kom Ísland yfir strax á 8. mínútu, en Wales jafnaði metin rúmlega tuttugu mínútum síðar. Heimamenn komust svo yfir í lok fyrri hálfleiks og Wales því yfir í hálfleik. Wales bætti við þriðja markinu um miðjan seinni hálfleik og svo því fjórða þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum. 

Svekkjandi tap staðreynd, en íslenska liðið skapaði sér töluvert af færum í leiknum og óheppið að skora ekki fleiri mörk.

Því er ljóst að Ísland fer í umspil um að halda sínu sæti í B deild Þjóðadeildarinnar eða falla í C deild. Mögulegir andstæðingar í umspilinu eru Slóvakía, Kosóvó, Búlgaría og Armenía. Dregið verður í umspilið á föstudaginn og verður það leikið í mars næstkomandi.