Mæta Svartfellingum á laugardag
A landslið karla mætir liði Svartfjallalands í Þjóðadeild UEFA í Niksic á laugardag. Um er að ræða fyrri umferðina af tveimur í þessum lokaumferðum Þjóðadeildarinnar að þessu sinni, en íslenska liðið leikur við Wales í lokaumferðinni.
Eftir fjórar umferðir er íslenska liðið með 4 stig, en á enn möguleika á að komast í umspilsleiki um sæti í A deild. Til þess að það gangi eftir þarf góð úrslit úr báðum leikjunum sem eru framundan, auk þess sem treysta þarf á hagstæð úrslit úr viðureign Tyrklands og Wales.
Ísland og Svartfjallaland hafa tvisvar sinnum áður mæst í A landsliðum karla. Fyrsta viðureignin var vináttuleikur ytra í lok febrúar 2012 þar sem Svartfellingar höfðu 2-1 sigur. Næst mættust liðin ekki fyrr en í Reykjavík í september á þessu ári þegar Ísland vann 2-0 sigur með mörkum frá Orra Steini Óskarssyni og Jóni Degi Þorsteinssyni og var það fyrsti sigur íslenska liðsins frá upphafi í Þjóðadeild UEFA.
Mynd: Mummi Lú.