• mán. 14. okt. 2024
  • Landslið
  • A karla
  • Þjóðadeild

Tap gegn Tyrklandi

Mynd - Mummi Lú

A karla tapaði 2-4 gegn Tyrklandi í Þjóðadeildinni.

Ísland byrjaði leikinn frábærlega, en Orri Steinn Óskarsson skoraði strax eftir þrjár mínútur eftir hreint út sagt magnaðan sprett. Bæði liðin fengu góða möguleika til að skora mörk í fyrri hálfleik, en Ísland leiddi hins vegar 1-0 í hálfleik.

Tyrkneska liðið kom vel út í seinni hálfleikinn og á fimm mínútna kafla um miðjan seinni hálfleik skoruðu þeir tvívegis. Andri Lucas Guðjohnsen jafnaði svo leikinn á 83. mínútu, en fimm mínútum síðar kom Arda Guler Tyrkjum yfir aftur og nokkrum mínútum síðar skoruðu þeir fjórða markið og sigur Tyrklands því staðreynd.

Ísland mætir næst Svartfjallalandi laugardaginn 16. nóvember og Wales þriðjudaginn 19. nóvember, en báðir leikirnir fara fram ytra.