• lau. 12. okt. 2024
  • Landslið
  • A karla

Tyrkland í Laugardalnum á mánudag

A landslið karla mætir Tyrklandi á Laugardalsvelli á mánudag í Þjóðadeild UEFA. Leikurinn hefst kl. 18:45 og er í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 sport. Miðasala á leikinn er í fullum gangi á vefsvæði Tix.  Í hinum leik riðilsins mætast Wales og Svartfjallaland í Cardiff.

Miðasala á Tix.is

Eins og kunnugt er gerði Ísland 2-2 jafntefli við Wales á föstudagskvöld.  Á sama tíma vann Tyrkland eins marks sigur á Svartfjallalandi og er staðan í riðlinum þannig að Tyrkir eru efstir með 7 stig, Wales kemur þar á eftir með 5 stig, þá íslenska liðið með 4 stig og Svartfellingar reka lestina, eru án stiga eftir þrjá leiki.

Ísland og Tyrkland hafa mæst 14 sinnum áður í A landsliðum karla. Ísland hefur unnið 8 leiki, þrisvar hafa liðin skilið jöfn, og Tyrkir hafa þrívegis borið sigur úr býtum. Síðast mættust liðin í Þjóðadeildinni í september, þegar Tyrkir unnu 3-1 sigur í Izmir.

A landslið karla

Mynd:  Mummi Lú.