Jafntefli gegn Wales
Mynd - Mummi Lú
A karla gerði 2-2 jafntefli gegn Wales í Þjóðadeildinni, en leikið var á Laugardalsvelli.
Wales byrjaði leikinn vel og komst yfir á 11. mínútu þegar Brennan Johnson kom boltanum í netið. Tuttugu mínútum síðar skoraði Harry Wilson svo annað mark Wales og gestirnir komnir í góða stöðu. Staðan 0-2 í hálfleik.
Íslenska liðið kom frábærlega út í seinni hálfleikinn og var stórhættulegt fram á við. Logi Tómasson kom inn á í hálfleik og minnkaði muninn með frábæru skoti þegar um tuttugu mínútur voru eftir af leiknum. Aðeins þremur mínútum síðar endaði boltinn aftur í marki Wales eftir fyrirgjöf Loga sem fór af markverði Wales og inn. Ísland hélt áfram að þjarma að vörn Wales og átti Jón Dagur Þorsteinsson t.d. skot í stöng undir lok leiks. Liðinu tókst hins vegar ekki að skora fleiri mörk og 2-2 jafntefli því staðreynd.
Ísland mætir næst Tyrklandi á mánudag á Laugardagsvelli og hefst sá leikur kl. 18:45. Miðasala er í fullum gangi á tix.is.