• mið. 09. okt. 2024
  • Landslið
  • A karla

Alfreð heiðraður fyrir leik Íslands og Wales

Alfreð Finnbogason tilkynnti nýverið að hann hefði lagt landsliðsskóna á hilluna og verður hann heiðraður fyrir feril sinn með A landsliði karla fyrir leik Íslands og Wales á föstudag. Þetta verður gert eftir upphitun liðanna og vill KSÍ hvetja vallargesti til að mæta tímanlega og þakka Alfreð fyrri hans framlag til árangurs íslenska landsliðsins.

Alfreð lék alls 73 leiki fyrir A landslið karla og skoraði 18 mörk, og hann lék fyrir Íslands hönd á EM 2016 og HM 2018. Fyrsti leikur Alfreðs var vináttuleikur gegn Færeyjum í Kórnum í mars 2010, og síðasti leikurinn var í nóvember á seinasta ári gegn Portúgal í Lissabon í undankeppni EM.

Landsleikjaferill Alfreðs Finnbogasonar