Fyrsti sigur Íslands í Þjóðadeild karla
A-lið karla vann sinn fyrsta leik í Þjóðadeildinni þegar þeir lögðu Svartfellinga 2-0 í Laugardalnum
Á fyrstu mínútum leiksins skiptust bæði lið á sóknum og áttu Svartfellingar þó nokkrar skyndisóknir og áttu þó nokkra langa bolta fram völlinn sem sköpuðu þó nokkra hættu. Á 39. mínútu fékk íslenska liðið hornspyrnu, Jóhann Berg tók spyrnuna af mikilli snilli og Orri Steinn Óskarsson stangaði boltann yfir markmanninn og í netið. Á 58. mínútu fékk íslenska liðið aðra hornspyrnu og endurtóku leikinn, að þessu sinni var það Gylfi Þór Sigurðsson sem tók spyrnuna og Jón Dagur Þorsteinsson sem skallaði boltann í netið. Íslenska liðið hélt áfram að sækja í seinni hluta leiks og tókst að skapa sér þó nokkur færi en inn vildi boltinn ekki.
Þetta er fyrsti leikur sem íslenska karlalandsliðið vinnur í Þjóðadeild UEFA, förinni er nú haldið til Izmir þar sem Ísland mætir heimamönnum, Tyrkjum, næstkomandi mánudag klukkan 18:45.