• mið. 05. jún. 2024
  • Landslið
  • A karla

England á Wembley á föstudag

A landslið karla er um þessar mundir við æfingar á æfingasvæði QPR í Lundúnum til undirbúnings fyrir vináttuleikinn við England á Wembley á föstudag. 

Åge Hareide, þjálfari íslenska liðsins, hefur þurft að gera breytingu á hópnum frá því hann var gefinn út.  Willum Þór Willumsson og Orri Steinn Óskarsson eru meiddir og geta ekki verið með í leikjunum, og hefur Sævar Atli Magnússon verið kallaður í hópinn, sem telur nú 23 leikmenn.

Uppfært 05.06:  Hlynur Freyr Karlsson og Mikael Egill Ellertsson eru meiddir og verða ekki með, í þeirra stað koma Valgeir Lunddal Friðriksson og Logi Tómasson.

A landslið karla

Leikurinn á föstudag, og raunar báðir vináttuleikir A landsliðs karla í mánuðinum, eru í beinni útsendingu og opinni dagskrá Stöðvar 2 sports.  Íslenska liðið mætir sem fyrr segir Englandi á föstudag, og síðan Hollandi í Rotterdam á mánudag.