• þri. 04. jún. 2024
  • Landslið
  • A kvenna
  • EM 2025

Góður sigur gegn Austurríki

Ísland vann góðan 2-1 sigur gegn Austurríki á Laugardalsvelli á þriðjudagskvöld.

Ísland komst yfir með marki frá Hlín Eiríksdóttur á 17. mínútu. Guðrún Armardóttir byrjaði sókn Íslands úr öftustu línu, kom boltanum á Karólínu Leu sem kom honum loks á Hlín sem kláraði snyrtilega á milli fóta markmanns Austurríkis. Austurríki jafnaði metin á 44. mínútu og staðan 1-1 í hálfleik.

Á 70. mínútu fékk Ísland hornspyrnu sem Karólína Lea tók. Spyrnan fór beint á ennið á Hildi Antonsdóttur sem skallaði boltann í netið og tryggði Íslandi þrjú stig.

Leikurinn var fjórði leikur liðsins í undankeppni EM 2025. Ísland er með sjö stig í öðru sæti riðilsins og Austurríki í þriðja sæti með fjögur stig. Liðið sem endar í öðru sæti riðilsins tryggir sér sæti á EM 2025.

Næstu leikir Íslands eru í júlí. Þann 12. júlí tekur Ísland á móti Þýskalandi á Laugardalsvelli og þann 16. júlí fer íslenska liðið til Póllands og mætir heimakonum í lokaleik riðilsins.

Undankeppni EM 2025

Mynd: Mummi Lú