KSÍ gerir samning við Mycrocast vegna sjónlýsingar
KSÍ hefur samið við fyrirtækið Mycrocast vegna sjónlýsingar á heimaleikjum A landsliða Íslands.
KSÍ byrjaði að bjóða upp á sjónlýsingu árið 2023 á heimaleikjum A landsliða karla og kvenna með góðum árangri. Með samningnum við Mycrocast verður sjónlýsingin mun aðgengilegri en áður. Nú geta allir gestir vallarins, ásamt þeim sem ekki komast á völlinn, náð í smáforritið Raydio - Audio Inclusion, og notið sjónlýsingarinnar með sínum eigin heyrnatólum.
Meira en 8 milljón manns hafa notið þjónustu Mycrocast hjá félögum eins og til dæmis Wolfsburg, Ajax, UEFA og þýska knattspyrnusambandinu.
Hægt verður að nýta þjónustu Mycrocast á landsleik A landsliðs kvenna gegn Austurríki þriðjudaginn 4. júní kl. 19:30.
Meira um sjónlýsingu á leikjum Íslands