Ísland í 72. sæti á styrkleikalista FIFA
A landslið karla fer upp um eitt sæti á nýjum styrkleikalista FIFA og er nú í 72. sæti.
Frá því að síðasti styrkleikalisti var gefinn út, þann 15. febrúar, hefur Ísland spilað tvo leiki. Fyrri leikurinn var undanúrslitaleikur í umspili um laust sæti á EM 2024 gegn Ísrael sem Ísland vann 4-1. Seinni leikurinn var úrslitaleikur um laust sæti á EM gegn Úkraínu þar sem Ísland tapaði 2-1.
Næstu leikir hjá A landsliði karla eru tveir æfingaleikir í júní. Fyrri leikurinn verður gegn Englandi á Wembley þann 7. júní og sá seinni verður gegn Hollandi þann 10. júní.