Icelandair bætir við sætum til Wroclaw
Icelandair hefur tekið ákvörðun um að bæta við flugsætum til Wroclaw í Póllandi á þriðjudaginn en þar mætir Ísland liði Úkraínu í hreinum úrslitaleik um sæti á EM í Þýskalandi í sumar.Það seldist fljótt upp í ferð Icelandair á leikinn og nú hefur verið ákveðið að fara með stærri flugvél og bæta við sætum. 160 sæti voru seld upphaflega en með viðbótinni verða þau 225. Það er gert með því að fljúga með 757-300 flugvél í stað Max en líklega verður farið í flugvél Icelandair sem er í íslensku fánalitunum.
Smelltu hér til að kaupa miða
Svona er dagskráin í ferðinni á þriðjudag, 26. mars:
Flug FI1532 KEF - WRO klukkan 08:00, lending í Wroclaw klukkan 12:45
Rúta frá flugvell á "fanzone" í miðbæ Wroclaw
Farþegar koma sér sjálfir á leikvang. Leikur hefst klukkan 20:45 að staðartíma
Rúta frá leikvangi á flugvöll að leik loknum
Flug FI1533 aðfaranótt 27. mars WRO - KEF klukkan 01:45, lending í Keflavík klukkan 4:45 aðfaranótt 27. mars
Smelltu hér til að kaupa miða