Undanúrslitaleikur á fimmtudag
A landslið karla mætir Ísrael í EM 2024 umspils-undanúrslitaleik í Ungverjalandi á fimmtudag. Í hinni undanúrslitaviðureigninni sama dag mætast Bosnía-Hersegóvína og Úkraína. Sigurvegararnir mætast í úrslitaleik um sæti á EM 26. mars, en liðin sem tapa mætast í vináttuleik sama dag.
Ísland og Ísrael hafa mæst fimm sinnum áður í A landsliðum karla. Ísrael hefur unnið tvo leiki og þrisvar sinnum hafa liðin skilið jöfn.
Leikurinn fer fram á Szusza Ferenc Stadion í Búdapest, hefst kl. 19:45 að íslenskum tíma og er í beinni útsendingu (opin dagskrá) á Stöð 2 sport.