Vill barnið þitt vera lukkukrakki á Ísland - Pólland
Mynd - Hulda Margrét
Á leik A landsliðs kvenna gegn Póllandi sem fram fer á Kópavogsvelli 5. apríl klukkan 16:45 geta öll börn sem vilja sóst eftir því að vera lukkukrakkar. Hlutverk lukkukrakka er að leiða leikmenn beggja liða inn á völlinn og standa með þeim á meðan þjóðsöngvar eru spilaðir.
Á leiknum fá lukkukrakkar bláa Puma boli merkta leiknum. Gert er ráð fyrir að börnin verði í sínum eigin fatnaði undir bolnum (helst bláum). Lukkukrakkar á þessum leik eiga einnig að vera í eigin síðbuxum (helst svörtum). Hægt er að kaupa bolina sem lukkukrakkarnir fá á kostnaðaverði (4.800 krónur).
Kaupa þarf miða fyrir foreldri/forráðamann lukkukrakka á leikinn. Miðaverð á leik Íslands og Póllands er 3.450 krónur fyrir fullorðna og 1.725 krónur fyrir börn (16 ára og yngri).
Mikilvægt að hafa í huga:
- Lukkukrakkar verða að vera mættir 45 mínútum fyrir áætlaðan leiktíma á leikvöllinn.
- Lukkukrakki má ekki vera hærri en 140cm og miðað er við börn á aldrinum 6-10 ára
- Lukkukrakkar eiga að vera í strigaskóm þegar þeir ganga inn á völlinn, alls ekki takkaskóm.
- Foreldri/forráðamaður sem fylgir lukkukrakka aðstoðar við að klæða í búning.
- Foreldri/forráðamaður fer svo upp í stúku þar sem hægt er að horfa á inngönguna fyrir leikinn.
- Lukkukrökkum er fylgt upp í stúku eftir athöfnina.
- Starfsmaður KSÍ mun raða lukkukrökkum niður á leikmenn og sjá til þess að allir hafi gaman af.
Vinsamlega athugið að ekki er hægt að velja leikmann/lið til að leiða inn á völlinn. Það hefur skapað vandamál ef krakkar eru að færa sig úr stað þegar þau eru komin í leikmannagöngin sem truflar umgjörð leiksins. Því beinum við þeim tilmælum til ykkar að biðja foreldra að leiðbeina ekki barninu hvar það á að standa eða með hverjum. Starfsmaður KSÍ mun sjá til þess að allir lukkukrakkar leiði einhvern leikmann og hafi gaman af.
Lokað verður fyrir skráningar 22. mars kl. 12:00 og haft verður samband við forráðamenn lukkukrakka 25. - 27. mars. Dregið verður úr þeim skráningum sem berast.